11.12.2007 | 22:49
Home sweet home
Jæja þá er maður kominn austur í rólegheitin. Það er yndislegt. Maður finnur strax fyrir því hvað það er allt miklu afslappaðra hér en í borginni. Umferðin er miklu rólegri eins og gefur að skilja og mannlífið er líka rólegra. Ég fór í Kaupfélagið mitt og þar var sko ekki sama stressið og orðið er í verslunum í Reykjavík. Allt einhvern veginn miklu rólegra.
Ég veit ekki alveg hvar borgin okkar endar en mér lýst ekki á hana. Umferðin hefur stóraukist undanfarin ár og sú aukning er mjög sýnileg. Hér fyrir nokkrum árum var svakaleg traffík þegar fólk var að mæta í vinnuna svona rétt fyrir og eftir heilatímann á morgnana. Núna er sú traffík orðin miklu meiri en önnur traffík eins og hin traffíkin var áður. Meira að segja milli 11 og 12 á kvöldin lendir maður í bílatraffík. Bílakaup okkar Íslendinga eru líka engu lík!!!
Svo er það verslunartraffíkin! Kringlan og Smáralindin eru undantekningarlaust fullar af fólki eftir vinnu og jafnvel fyrr og er ég þá að tala um í miðri viku. Helgarnar eru síðan geðveiki...og þá sérstaklega ef verið er að opna nýja verslun. Ég fór t.d. með fólk í ELKO og Rúmfatalagerinn á sunnudegi fyrir viku og hólý mólý...Búðirnar voru stútfullar og þar var lágmark 45 minútna bið til að komast á kassann og þá varð fólk pirrað og fór að skammast út í þjónustuna og þess háttar. Samt var fólk á öllum kössum sveitt við að skanna varninga.
Það er eitt sem ég er að spá í...hvaðan koma allir þessir peningar sem fara í gegnum þessar verlsanir...ég meina ég þekki ekki marga sem ekki kvarta yfir því að hafa of lág laun!
Athugasemdir
kannast við þessa borgar ekki tilfinningu. Mér fannst svo ömurlegt að vera með í jólatraffíkinni þar að ég ákvað eftir mín fyrstu verslu jól þar fyrir 12 árum að vera alltaf búin að klára jólagjafirnar fyrir lok nóv og vera í dúlleríinu með dóttir minni í desember. Fór ekki í kringluna nema með einhverjum og þá helst til að fá kaldan öl eða glögg í mallann.. vil helst hugga mig í desember. ég þarf að bjóða þér í heimsókn í nýja húsið "mitt"
Dandý (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.