12.12.2007 | 11:45
Jólasveinninn
Í nótt kom Stekkjastaur til byggða sá fyrsti af 13 bræðrum. Sonur minn fékk vitanlega i skóinn enda búinn að vera með afbrigðum stilltur. Hann vaknaði reyndar þyrstur í nótt og bað um vatnsglas en sagði svo að það væri ekki til glas!!! Ég sagði honum að það væri ekki rétt og náði í vatnsglas handa honum. Við sofnuðum síðan værum blundi og þegar við vöknuðum þaut hann til að sjá hvað hann hefði fengið í skóinn. Jú viti menn hann fékk jöla-könnu. Núna erum við handvissir um það að Stekkjastaur hafi verið fyrir utan gluggann þegar við vorum að tala um vatnsglasið. Við ræddum þetta aðeins í morgun og þá fór han allt í einu að hlæja og sagði..."Það var eins gott að við sögðum ekki að okkur vantaði Titanic"!!!
Athugasemdir
Sonur þinn er húmoristi!
Hulda Brynjólfsdóttir, 12.12.2007 kl. 16:51
Þráinn athugaðirðu hvort að stóru skórnir virkuðu út í glugga í nótt? Barbíe eða??
Nilla (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.