14.12.2007 | 12:38
Verslunaræði
Verslunaræði okkar Íslendinga náði hámarki í morgun. Eins og menn vita er aftaka veður á suður og vesturlandi í dag. 20-30 metrar á sekúndu. Börnum var ráðlagt að mæta ekki í skóla og fólk var beðið um að halda sig innandyra. Björgunasveitir voru í óða önn við að bjarga fjúkandi hlutum s.s. jólatrjám, heitum potti, bilum, þakplötum og fleiru. Maður hefði haldið að svona veður myndi nú eitthvað aðeins hefta verslunaræði fólks...en nei það er ekki svo. Ein af þessum stóru leikfangaverslunum sem upp eru komnar átti að opna klukkan 11:00. Klukkan 10:15 var farið að myndast biðröð fyrir utan verslunina og í stað þess að láta fólkið fjúka var ákveðið að hleypa því inn. Já...við látum ekkert stöðva okkur!!!
Athugasemdir
En pælum aðeins í því að standa í biðröð FYRIR UTAN búðina til að fá sem mest. Ég fer út úr Bónus ef ég sé að ég þarf að standa í langri biðröð á kassa ..
Dandý (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 15:54
Sæll brói,
já það má sko ekki missa af einhverju tilboði, er ég alveg handviss um að fólkið sem var í biðröðinni var sama fólk og stóð í biðröð þegar Toys'r'us opnaði og svo aftur þegar Just for kids opnaði. Það er hrætt við að missa af einhverju sem nauðsynlegt er að eiga
Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 12:11
En Þráinn ertu sem sagt að segja mér það að standa í biðröð fyrir utan dótabúð í 50 milljón metrum á sekúndu til þess að ná því að vera fyrstur inn í búðina, með kaupæði og vísakortið á lofti, sé ekki það sem lífið snýst um?? Nú er ég alveg gáttuð!!
Nilla (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.