Borg óttans

Jæja þá er ég kominn aftur í borg óttans og hún tekur við manni eins og þegar maður kvaddi hana fyrir um viku síðan....með stormviðvörun!!! Ég heyrði það að vegna slæmrar veðurspár ætluðu margar verslanir að opna 2 tímum fyrr í fyrramáliðGrin Ég flaug sem sagt suður í morgun og kom í rigningarsudda. Flugvélin var örugglega í 45°halla þegar hún lenti og rétt náði að stöðva við brautarendann...já og svo lagði hún einhvernstaðar upp í Kópavogi!!!

Ég skrapp út í gærkveldi til að skoða jólaskreytinguna í glugganum hjá mér og það var ekkert smá hlýtt úti. 12°C og logn...í miðjum desember...um miðnæturbil. Já það er gott að vera á Egilsstöðum. En ég verð sem sagt í borginni í dag en fer aftur austur annað kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Viðvörunin sagði að stormurinn myndi líka ná austur á firði,

- en Egilsstaðir eru kannski ekki flokkaðir með Austfjörðum  , svona agalega langt inní landi...

Hulda Brynjólfsdóttir, 17.12.2007 kl. 18:13

2 identicon

heibbs.. hvernig er veðrið.  heitt undir borði hjá mér í vinnuni.  ja man.. 

Dandý (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband