20.12.2007 | 16:27
Trúin og skólinn
Það hefur mikið verið talað um það undanfarið hvort banna ætti prestum þjóðkirkjunnar að koma inn í skólana. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað býr á bakvið þannig hugsunum. Jú vissulega eru í dag fleiri trúfélög sem finnst þá sem þeim sé mismunað. Þegar ég var í grunnskóla þá var okkur kennd kristinfræði og síðan var okkur kennd trúabragðafræði. Prestar komu nokkrum sinnum á ári með hugvekju til okkar og var það þá yfirleitt tengt Jólum og páskum. Þetta hefur sjálfsagt viðgegnist í hundruði ára.
Við megum heldur ekki gleyma því að mikill meirihluti þjóðarinnar aðhyllist þá trú sem prestar þjóðkirkjunnar boða. Ég efast ekki um að ef það yrði kosið um að banna presta þjóðkirkjunnar innan skóla að þá myndi mikill meirihlutu þjóðarinna kjósa með þjóðkirkjunni. Við megum heldur ekki gleyma því góða starfi sem þar hefur verið unnið. Prestar hafa einnig gegnt veigamiklu hlutverki í sáluhjálp og sálgæslu og aðkoma þeirra í því hlutverki hefur verið ómetanleg og ekki síst innan veggja skólans.
Þegar fólk er að tala um að banna presta þjóðkirkjunnar inn í skólum er þá verið að tala um að banna þeim að koma inn í bekkina þegar áfall hefur orðið í viðkomandi samfélagi? Nei...ég viðurkenni það að ég skil ekki alveg þessa umræðu og hvað liggur að baki. Er þetta einhver öfund?
Athugasemdir
Ég veit ekki hvað þetta er, en mér finnst kristinfræði snúast kannski mest um hvernig við ættum að koma fram hvert við annað,- sýna samhug, rétta hjálparhönd, vera kurteis, ekki gera lítið úr öðrum eða fara illa með aðra... Mín trú snýst allavega um það og ég verð að segja að mér finnst ekki vanþörf á að kenna sumum börnum eitthvað um slíkt hugarfar.
Hvernig var ekki með þessa litlu með pítsuna???
Hulda Brynjólfsdóttir, 20.12.2007 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.