Að finna sér eitthvað að gera

Það er búið að vera gaman að fylgjast með syni mínum og vini hans í dag. Þeir eru búnir að vera síðan um hádegi að vesenast hvað þeir ættu af sér að gera. Þeir byrjuðu að reyna að horfa á teiknimyndir en það var ekkert gaman. Þá fóru þeir í playsation og það var heldur ekkert skemmtilegt þannig að þeir reyndu að fara í bíló...en gáfust upp á því. Þá fóru þeir út og eru búnir að vera að leika sér tveir í "einni krónu" í dágóða stund. Ég hélt að það væri ekki hægt að vera bara tveir í einni krónu en það er greinilega bara gaman. Alla vega skemmta þeir sér konunglegaCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Kannski geta þeir gert snjóhús þegar stormurinn og stórhríðin er yfirstaðin sem þeir eru að spá þarna hjá ykkur...!?!

Þið fáið bara allt þarna fyrir austan... besta veðrið almennt og hvít jól líka...

 hrmpf

Hulda Brynjólfsdóttir, 21.12.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Ég er nú ekki alveg að sjá fyrir mér hvít jól hér en það væri gott ef væri. Það var 11 stiga hiti hér í gærmorgun en ég held að það sé eitthvað að kólna. Er örugglega ekki nema 5 stiga hiti núna

Þráinn Sigvaldason, 22.12.2007 kl. 10:06

3 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Ju minn, ert'ekki kominn í kuldagallann???

Hulda Brynjólfsdóttir, 22.12.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband