22.12.2007 | 11:49
Lokahnykkurinn
Jæja þá er það lokahnykkurinn í Jólaundirbúningnum. Mér telst svo til að ég eigi eftir að kaupa 2 gjafir...vona að ég sé ekki að gleyma neinum. Þegar það er eftir þá er eftir að pakka inn 4 pökkum og þá er allt tilbúið fyrir hátíðarnar. Ég er að spáí að skella mér á Borgarfjörð í fyrramálið. Þar er haldin árleg skötuveisla með pompi og prakti. Mér var sagt að mæta ekki í sparifötunum...hélt kannski að það yrði matarslagur...en ég fékk þær skýringar að lyktin myndi festast í þeim. Er að pæla í að mæta samt bara í svörtum ruslapoka. Þá er ég líka tilbúinn í matarslag ef út í það fer
Annars held ég að kæst skata, tindabykkja, rófur og hnoðmör séu ekkert spennandi afurðir í matarslag!!!
Athugasemdir
Vona að þú hafir fundið góðan poka til að klæðst í það er svo alltaf hægt að skella á sig bindi og þá ertu bara nokkuð fínn :)
Friðbjörg Eyrún (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.