Skemmtilegir jólasveinar

Þá er aðfangadagur loksins kominn og spennan magnast með hverri mínútunni. Ég er staddur á Stöðvarfirði en þar er venjan að fjöldi jólasveina heimsæki börnin á morgnana og færi börnunum gjafir. Það varð engin breyting á því þessi jól og um klukkan tíu í morgun streymdu hingað inn 12 jólasveinar. Eiturhressir og þrælsprækir. Ég ætla að reyna að fara hér með samtal þeirra:

Jólasveinarnir: Góðan daginn öll sömul.

Jólasveinn 1: já við erum reyndar bara tólf.

jólasveinn 2: Því við skildum einn eftir.

Jólasveinn 3: Eða sko hann er sofandi

Jólasveinn 1: Hann var nefnilega að horfa á fótboltaleik í gærkveldi

Jólasveinn 4: Barkalóní á móti...æi hverju?

Jólasveinn 5: Rellumat...eitthvað.

Jólasveinn 6: Við erum með svona gerfidisk

Jólasveinn 1: Já og heyriði....ég lenti í svakalegu um daginn

Jólasveinn 4: Oh...þá kemur sagan...

Jólasveinn 5: Eigum við ekki bara að syngja?

Jólasveinn 1: Ég var að koma til byggða frá Snæfelli á hreindýrinu mínu þegar og var kominn á fleygiferð...mælirinn á hreindýrinu sýndi 211 kílómetra hraða...

Jólasveinn 2: Vitleysingur...þetta var 21,1 kílómetra hraði!

Jólasveinn 1: Ég var búinn að setja hreindýrið í gúmmískó af því að það er miklu betra í hálku...

Jólasveinn 6: Við erum í alvöru með gerfidisk

Jólasveinn 1: Og þegar ég var kominn inn í Hallormsstað hvellsprakk á hægri framfætinum...af því að það var í gúmmí skó.

Jólasveinn 2: Hefði það ekki líka gerst ef þú hefðir sett það í strigaskó?

Jólasveinn 1: Nei...það hvellspringur ekki á strigskóm!!!!

Jólasveinn 3: Sko það vita nú allir að strigaskór hvellspringa ekki.

Jólasveinn 1: Já...hvar var ég...já og með það togaði ég af öllu afli í ABS bremsukerfið á hreindýrinu sem varð til þess að hreindýrið snarbremsaði á öllum fjórum...

Jólasveinn 7: En það var sprungið á einu

Jólasveinn 1: Það sprakk á gúmmískónum. Fóturinn sprakk ekki... og hraðinn var svo mikill þegar ég bremsaði að malbikið flettist af alveg frá Hallormsstað og hálfa leiðina til Egilsstaða!!!

Jólasveinn 6: Við erum með gerfidisk heima hjá okkur.

Jólasveinn 5: Jæja eigum við ekki að syngja?

Jólasveinn 1: Já og svo gerðist það líka einu sinni....

Allir jólasveinarnir (syngja): Jólasveinar einn og átta......

Og svo kveðja þeir.

 

Sannarlega hressir og skemmtilegir kallar þarna á ferðinni. En ég segi bara gleðileg jól og farsælt komandi nýtt ár. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Ho, hó, hó!!! Kátir karlar og húmorinn í lagi  .

Gleðileg jól - sömuleiðis og hafðu það gott um jólin,- já eða bara alltaf .

Hér er annars orðin alhvít jörð og útlit fyrir hvít jól  .

Hulda Brynjólfsdóttir, 24.12.2007 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband