31.12.2007 | 12:45
Óveður
Jæja þá er óveðrið gengið yfir. Þetta var ekkert smá skellur. Ég fór í útkall klukkan 14:30 í gær og var kominn heim um klukkan 01:30. Það voru um 50 útköll hérna enda veðrið alveg kolvitlaust. Hlutir voru fjúkandi um hvippinn og hvappinn, rúður sprungu, þakplötur fuku og meira að segja þakið á björgunarsveitarhúsinu losaði aðeins um sig. Það var rafmagnslaust frá klukkan 17:15 en það kom aftur á um klukkan 23:00 þannig að við stjórnuðum aðgerðum með gamla laginu. Ég verð að segja alveg eins og er að ég hef bara aldrei séð annað eins veður.
En sem betur fer var nú ekki mikið um að fólk væri á ferli en þó var einum bjargað á Fagradal en þar hafði bíll hans fokið út af veginum. Náðist bíllinn upp með herkjum í kolvitlausu veðri og sagðist maðurinn þá vera að fara frá Reyðarfirði og ætlaði á Seyðisfjörð. Björgunarmennirnir sögðu honum að það væri ekkert ferðaveður þar enda Fjarðarheiðin töluvert hærri en Fagridalurinn. En viti menn...eftir svona klukkutíma var hringt í björgunarsveitina á Seyðisfirði. Sami bíll og maður var fokinn út af á Fjarðarheiðinni og þurfti því að bjarga manninum aftur! Sumt fólk er bara ekki í lagi.
Athugasemdir
Fólk er fífl!
Bara mismikil .
Sá viðtalið við þig á mbl.is í gær,- þið eruð alveg ómissandi í björgunarsveitunum,- og ekki bara fyrir þá sem láta sér ekki segjast .
Gott að geta hrósað einum svona persónulega.
Hulda Brynjólfsdóttir, 31.12.2007 kl. 16:17
Og okkur Elísabetu mágkonu fannst fínasta upphitun fyrir áramótaskaup að sjá á þér rassinn.
Flottur.
Sigga Lára (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 00:11
Þetta er með ólíkindum. Af hverju þarf að hjálpa svona fólki. önnbelífeibúl.
Dandý (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 09:23
Gleðilegt ár, gamli. Vona að þú hafir það gott.
Má til með að hrósa þér fyrir ljómandi skemmtilega auglýsingu. Gott ef hún var ekki bara betri en stærri hluti Skaupsins.
Esther Ösp (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 15:33
Ég og minn rass þökkum hlý orð í garð okkar
Þráinn Sigvaldason, 3.1.2008 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.