Barnavernd

Ég horfði á Breiðavíkurmyndina á Nýársdag og verð að segja að hún snerti mig verulega. Ég átti ekki von á svona svakalegum viðtölum og upplýsingum. Maður hreinlega sat með kökkinn í hálsinum á meðan hvert "fórnarlambið" af öðru sagði sögu sína. Það er með ólíkindum hvað mannvonskan getur verið mikil og eins hvað hún er nærri manni. Þarna var markvist eyðilagt líf fjölda drengja með barsmíðum og nauðgunum. Það sem síðan stakk mann í lokin var smáa letrið...1/4 þeirra drengja sem vistaðir voru í Breiðavík á þessum árum er látinn!!!! Þetta eru svakalegar tölur!!!

Á meðan maður horfði á þáttinn hugsaði maður að sem betur fer væri þetta eitthvað sem ekki þekktist í nútíma okkar Íslendinga...en viti menn...svo horfði ég á Kastljós í gær og komst að allt annarri niðurstöðu. Þar var ung kona að segja frá raunum sínum þegar hún var tekin af heimili sínu vegna gruns um misnotkun og var henni, þá 12 ára, komið fyrir á vistheimili í Einholti. Sögurnar sem hún sagði voru hræðilegar og undirstinga það sem ég sagði áðan að mannvonskan er nær en maður gerir sér grein fyrir. Hvað fær tildæmis manneskju til að réttlæta það að teypa barn niður í stól og láta það dúsa þannig í fleiri fleiri klukkutíma?

Það er augljóst að þarna var gróflega brotið á rétti hennar en það er líka augljóst að hún er ekki sún eina sem brotið var á þarna. Maður spyr sig því í dag...eru stjórnvöld og opinberir aðilar enn þann dag í dag að brjóta á börnum og unglingum með þessum hætti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svarið við spurningu þinni er já ! því miður er sú staðreind til staðar í dag...þekki persónulega til dæmi um slíkt. Þau heimili sem taka að sér börn frá Barnavernd eru ekki að fá nægilegt eftirlit og aðhald

móðir (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 10:34

2 identicon

Já það er nú það. Ég horfði einmitt á myndina um Breiðavík og mikið leið mér illa. Það skal enginn segja mér það að ekki hafi verið vitað hvað gekk þarna á og málið er einfaldlega þannig að enginn brást við. 128 drengir voru þarna vistaðir á þessum árum og 1/4 af þeim látnir þ.e. 32.

Sá svo einmitt ungu stúlkuna í gær í viðtalinu og átti ekki til eitt aukatekið orð! Sem betur fer tók sálfræðingurinn málið í sínar hendur og tók afstöðu. Ég vil trúa því að svona gangi ekki á í okkar samfélagi í dag en það er erfitt. Sérstaklega í ljósi þess að maður veit sko VEIT af fólki sem býr yfir vitneskju um vanrækslu á börnum og unglingum hingað og þangað um bæinn en tilkynnir ekki vegna þess að það vill ekki skipta sér af. En þó ber okkur skylda sem samfélagsþegnar að tilkynna ef grunur leynist í huga manns.

Tilkynningarskylda almennings

16.grein 

Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðsætður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að  tilkynna barnarverndarnefnd.

Annars er hverjum manni rétt að gera barnaverndarnefnd viðvart um hvert það tilvik sem telja má að hún eigi að láta sig varða

Hægt er að óska eftir nafnleynd

En ef meginn þorri íbúa þessa samfélags eru ekki þannig þenkjandi þá erum við ekki í góðum málum. Ég ber ómælda virðingu fyrir þeim sem komu fram í áður téðri mynd og ungu stúlkunni sem kom fram í gær. Við verðum að halda umræðunni á lofti. Einungis þannig verður þetta ekki "tabú".

Nilla (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 10:47

3 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Treysti mér ekki í að horfa á þetta því miður en það er ekki þar með sagt að ég viðurkenni ekki vandamálið. Þetta er bara viðbjóður. Alls staðar í heiminum er illa farið með börn, konur og fólk almennt á öllum aldri. En maður spyr sig einmitt - tekur eitthvað betra við og eru allir færir um að annast betur um börnin sem tekin eru af foreldrum sínum en þeir sjálfir?

Hulda Brynjólfsdóttir, 3.1.2008 kl. 15:12

4 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

...vil bara bæta við að ég þekki fullt af fólki sem annast um og tekur að sér börn sem hafa átt erfitt uppdráttar með einum eða öðrum hætti og hafa þau hjá sér í lengri eða skemmri tíma. Þetta er fólk sem annast þessi börn vel. 

Það sem ég meina er að innanum og samanvið geta leynst einstaklingar sem gera það ekki og hverjir sjá um eftirlit með þeim?!

Hulda Brynjólfsdóttir, 4.1.2008 kl. 08:37

5 identicon

Þetta er svo mikill viðbjóður.  Svo er það nú líka svo sorglegt að refsing er bara hlægileg fyrir fólk sem gerir þetta, ef refsingu má kalla.  Þekki mjög vel dæmi um mann sem misnotaði stjúpdóttir sína frá 4ra ára aldri til 7 ára.  Hann sat inn í tæp 2 ár.    Hvað er það ??

Dandý (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 14:33

6 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Sæll frændi...gaman að rekast á þig hér í bloggheimum

Brynja Hjaltadóttir, 5.1.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband