7.1.2008 | 10:17
Loksins
Ég er einn af þeim sem hef mjög gaman af flugeldum. Ég hef ávallt verið duglegur að kaupa og sprengja og einnig haft gaman af að "bara horfa". En ég hef líka komist að því að það er hægt að fá nóg. Síðan að ég kom suður aftur 2. janúar hafa verið stanslausar sprengingar í kringum mann. Það hefur varla verið hægt að horfa á sjónvarpið. Meira að segja á tímabili heyrði ég ekki hvað ég var að hugsa
Mér finnst að það ætti bara að skjóta upp á gamlárskvöld og svo á þrettándanum. Ég hefði tildæmis alveg viljað að allir þeir flugeldar sem skotið var upp á milli gamlársdags og þrettándans hefði verið skotið upp á þrettándanum. Það hefði verið tilkomumikil sjón. En núna er þessu sem sagt lokið og er ég eiginlega bara dáldið feginn
Athugasemdir
Skothríðin í gær á Selfossi (um miðjan daginn) lét mig þakka fyrir að vera bara útí sveit - í ró og næði. - og það veit ég að tíkin mín er fullkomlega sammála!!!
- en sástu norðurljósin í gærkvöldi? eða sjást þau ekki í reykjarmekkinum frá höfuðborgarbúum?
Hulda Brynjólfsdóttir, 7.1.2008 kl. 14:16
Maður sér víst aldrei himininn hérna
Þráinn Sigvaldason, 7.1.2008 kl. 16:28
Já, svona endalausar "smásprengingar" eru afskaplega þreytandi! Á auðvitað að skjóta þessu öllu í einu ;) Er mjög fegin að sprengingunum virðist vera að linna hér á Ak. þó ekki alveg allir hættir....
Elísabet Katrín (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.