8.1.2008 | 13:04
Styttist í frumsýningu
Jæja þá styttist óðum í frumsýningu hjá manni en fyrir þá sem ekki vita er ég að fara að leika í leikriti sem heitir Útsýni og er eftir Júlíu Hannam. Við erum bara 4 leikarar í þessu leikriti og verð ég að segja að þetta er bara alveg þrælskemmtilegt. Frumsýningin verður laugardaginn 19. janúar en við munum sína í Möguleikhúsinu. Nú eru bara þrotlausar æfingar fram að frumsýningu en ég ætla þó að gefa mér tíma til að fara í vinnu- og skemmtiferð með Samfés á fimmtudag og föstudag. Við ætlum að skella okkur á Hótel Rangá og vinna þar baki brotnu ásamt því að gera okkur smá glatt kveld
Athugasemdir
Sæll og blessaður. Viltu senda mér meira um sýninguna og kannski mynd, þá get ég komið þessu að í Vikuna á síðu (dagskrána) þar sem við bendum á skemmtilegar uppákomur og slíkt. Netfangið mitt er gurri@birtingur.is. Ég er akkúrat núna að safna efni í vikuna 17. - 23. janúar.
Breik a legg
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.1.2008 kl. 13:52
Gangi þér vel drengur
Dandý (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 14:41
Ég mæti á sýningu og á Hótel Rangá!! Múhahahaha... hjúts smúts
Nilla (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 16:12
Má nokkuð óska góðs gengis í leiklistarbransanum? Verður maður ekki að hrækja á eftir þér eða eitthvað ... Hef heyrt að það sé einhvur hjátrú meðða allavega.
En hav fönn á Rangá,- gaman að vita af þér í grenndinni .
Hulda Brynjólfsdóttir, 8.1.2008 kl. 20:47
1. Guðríður...ég kom skilaboðunum áleiðis til þeirra sem sjá um markaðsmálin. Þeir verða í sambandi við þig. Kærar þakkir
2. Dandý...þakka þér fyrir stelpa
3. Nilla...hlakka til að sjá þig á Rangá
4. Hulda...nei nei...óskaðu mér bara góðs gengis. Það er ekkert spennandi að vera með slummu á bakinu
Þráinn Sigvaldason, 9.1.2008 kl. 11:44
Gangi þér þá bara ógissla vel!!!!
Hulda Brynjólfsdóttir, 9.1.2008 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.