9.1.2008 | 12:45
Hvenær springur íslenska þjóðin?
Ég hef svona verið að spá dáldið í hversu há þolmörk okkar Íslendinga sé í raun og veru. Ég held að það sé samdóma álit manna að þolmörk okkar séu mun hærri en hjá öðrum þjóðum. Þegar ég er að tala um þolmörk þá er ég að tala um hversu mikið við þolum sem neytendur. Við höfum nú þolað ýmislegt undanfarin ár og er þá helst að nefna samráð olíufélagana, virðisaukaskattslækkunarsvindlið og verðsvindl verslunarkeðjana svo örfá dæmi séu nefnd. Ekkert af þessu virðist breyta neytendavenjum okkar. Og á meðan á þessu gengur breikkar launabil ríkra og fátækra svo um munar. Stjórnmálamenn fá hverja launahækkunina af fætur annarri á meðan það er hent einni og einni krónu í almúgann. Bankarnir mala gull og á meðan þeir mala setja þeir ofurvexti og allskonar gjöld til þess að ná þessum örfáu krónum af almúganum. En hvenær segir þjóðin nei?
Hversu hátt er þolmark okkart gagnvart hækkunum og spillingu? Kemur ekki að því að við springum? Og ef það gerist eru þá ekki likur til að það verði allir í einu sem springa? Hvernig springum við?
Athugasemdir
Ég sprakk ekki um jólin, munaði litlu hefði sennilega ekki þurft nema einn kalkún í viðbót. Af hverju sé ég þig aldrei berrassaðan í sjónvarpinu?
Scanlon (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 12:55
Veit ekki...ætli auglýsingin hafi ekki bara verið bönnuð eða eitthvað
Þráinn Sigvaldason, 9.1.2008 kl. 13:01
Við springum svona: "KA-BÚMM"!
Annars eru Íslendingar of vitlausir til að aðhafast nokkuð...láta frekar taka sig í rass...... heldur en að gera eitthvað. Afhverju er t.d Árni Johnsen kominn aftur inn á þing??? Tja, maður spyr sig ;)
Elísabet Katrín (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 19:01
Ég og Friðjón vorum himinlifandi að sjá þig í sjónvarpinu þarna um áramótin. Þú getur rétt ímyndað þér hvað hann hló sérstaklega mikið..
Hulda Rós (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 19:48
Ég huxa að við springum ekki fyrr en við eigum ekki að éta. Og bankar eru alltaf til í að lána okkur meiri péning, til að eiga að éta og eyða og spenna. Sem við getum síðan aldrei borgað og vonandi berum við öll gæfu til að drepast frá öllu saman.
Annars sá ég rassinn á þér aftur í dag. Og varð voða glöð, svona eftir fyrsta sjokkið. Ég kveikti nefnilega bara á sjónvarpinu... á barnaefnistíma, fyrir barnið, og þar blasti bara við fullur skjár af rassinum á þér.
Barnið sagði: Lass! Og ætlaði svo að springa úr hlátri...
Greinilega fín auglýsing svona á undan barnaefninu.
Sigga Lára (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 22:20
ég sá þig berrassaðann
Dandy (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.