Dramadrottningar Íslands

Ég held að ég hafi aldrei séð aðrar eins dramadrottningar og í borgarstjórn Reykjavíkur undanfarið. Þetta byrjaði allt á því að "gamli góði Villi" stakk Ólaf F í bakið og tók Birni Inga fagnandi. Gamli góði Villi var síðan margstunginn í bakið af sínum flokksfélögum áður en Björn Ingi kom og tróð sveðju í bakið á gamla góða Villa. Síðan eignaðist Björn Ingi fatavin...en á þessum tíma var Björn nýbúinn að eignast hnífasett. Hnífasettinu tróð hann síðan complett í bakið á Guðjóni fatavini sínum sem náði að losa nokkra hnífana snögglega og stakk Björn til baka...í bakið auðvitað. En hnífsstungunum var ekki lokið. Ólafur F var nýbúinn að ná sér eftir hnífsstunguna frá því 2006 og réðist með sama hníf að nýju vinunum sínum...þeim Degi, Svandísi, Birni Inga og Margréti og stakk þau öll í bakið. Að vísu náði hann ekki að stinga Björn Inga því það var risa stór hnífur þar fyrir. Og öllum þessum stungum hefur fylgt harmagrátur og gníst tanna. En eitt getum við verið viss um....hnífstungunum er langt frá því lokið. En hver verður stunginn næst?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er búið að vera mikið ævintýri.  Ég var einmitt rétt í þessu að fá póst frá listaháskólanum þar sem ég er beðin um að skrifa undir undirskriftarlista sem á að steypa þessari stjórn af stóli. Það er semsagt allt að verða vitlaust og ekki tek ég nú þátt í þess konar múgæsingi.

Það verður ekki frá þeim tekið að Kastljós hefur nú nóg af efni út vikuna..svona ef við lítum á björtu hliðarnar fyrir fjölmiðla landsins. 

Hulda Rós (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 13:11

2 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Það er jafngott að þeir hafa breitt bak allir saman!

Hulda Brynjólfsdóttir, 22.1.2008 kl. 17:22

3 identicon

Það verða bara allir að fara að ganga í brynju ;)

Elísabet Katrín (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband