29.1.2008 | 12:07
Spaugstofan
Ég hef náttúrulega ekki komist hjá því að heyra umræðuna um Spaugstofuna undanfarna daga. Ég reyndar missti af henni á laugardaginn og svo aftur á sunnudaginn en var orðinn dáldið spenntur þegar ég loks náði henni í gærkveldi. Og ég verð nú að segja það að ég skil ekki þessa viðkvæmni í fólki. Mér fannst þeir bara gera þetta vel og ég hef séð þá taka menn miklu verr í gegn en þetta. Mér fannst Ólafur bara loksins verða skemmtilegur í höndum þeirra Spaugstofumanna og í rauninni tóku þeir þá Björn Inga og gamla góða Villa miklu meira í gegn en Ólaf. Og svo er fólk að barma sér yfir því að ekki megi gera grín af veikindum Ólafs!!! Ég held að ef hann þolir ekki svona smá grín þá sé verr komið fyrir honum en menn halda. Í rauninni held ég að hann sé ekkert að fárast yfir þessu. Hann fékk að mínu mati góða auglýsingu þarna og miklu jákvæðari umfjöllun en t.d. gamli góði Villi og Bingi.
Athugasemdir
Við verðum öll lasin, bara misjafnt hvað það heitir. Ég held að öll þessi viðkvæmni stafi af því að þetta hétu andleg veikindi sem Ólafur kallinn þjáðist af,- og sennilega verðum við flest einhverntímann andlega lasin. Við verðum amk öll döpur öðru hvoru.
- Ég tek 100% undir með þér með það að mér fannst ekki farið illa með Ólaf. Mér finnst þetta fjaðrafok á eftir gera honum miklu verr, því það sýnir að margir líta niður á fólk með andleg veikindi. Ég held að Ólafur sé ekki verri maður þó hann hafi orðið "dapur" og hann er alveg áreiðanlega með nógu sterk bein til að hlægja með spaugstofumönnum í þessu gríni.
6527
Hulda Brynjólfsdóttir, 29.1.2008 kl. 19:54
Hann varð náttúrulega bara "geðveikt fúll" yfir þessu ;) hehe... Það var miklu ver farið með hann Björn Inga okkar ;) full mikið af hnífsstungum...
Elísabet Katrín (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.