14.2.2008 | 11:44
Ó borg mín borg
Hún er skrítin þessi pólitík. Ég verð að segja að ég næ bara ekki á neinn hátt að skilja sjálfstæðismenn í dag. Hinn fyrrverandi gamli góði Villi hefur sýnt á sér þannig hlið að manni lýst hreinlega ekki á blikuna. Ég er nú ekki sjálfstæðismaður en mér leist samt mjög vel á hann þegar hann tók við sem borgarstjóri hér um árið. Hann virkaði traustur og sanngjarn. En eftir þetta furðulega REI mál breyttist allt hjá honum. Hann fór að skrökva um hitt og þetta og var alltaf í einhverri vörn. Málið um "listann" sem hann mundi ekki eftir að hafa séð var vægast sagt hjákátlegt. En með REI málinu sprakk meirihlutinn hans og hinn svonefndi Tjarnarkvartett tók við. Villi kallinn var þá í minnihluta og svona eftir á hyggja bar ekkert á honum þar. Honum og hans flokki gekk illa að bauna á kvartettinn sem virtist vel skipulagður og traustur. Þar hefði að mínu viti verið vettvangur Villa að öðlast traustið aftur...sem oddviti minnihlutaflokks í borgarstjórn. En nei...hann náði í Ólaf F sem að mínu mati var veikasti hlekkur kvartettsins og bauð honum borgarstjórastól, flugvöll og nokkur hús. Framvinda þess atburðar vakti óhug hjá mér og ég held að það hafi líka gert það hjá flestum borgarbúum. Ekki alveg rétt ákvörðun til þess að vinna traustið aftur. Hafi þetta allt saman ekki fyllt kornið í mælinum þá gerði uppspuni Villa í Kastljós þættinum þar sem hann talaði um borgarlögmann sem svo var ekki borgarlögmaður heldur háttsettur maður í orkuveitunni. Nei fyrir mitt leiti þá vinnur Villi ekki traust mitt aftur með þessum hætti. Ég held að möguleikar hans til þess séu liðnir...þó maður útiloki ekki neitt. Það eru kannski mestu möguleikar til þess ef hann segir af sér...núna.
Athugasemdir
Ekki skrifa um sveitarstjórnarmál þarna fyrir sunnan.
Er ekki nóg samt
Þinn "vinur", Scanlon
Scanlon (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 18:17
Var að hlæja að einhverju öðru kommenti hér frá Scanloni um daginn. Las það meiraðsegja upphátt fyrir eiginmanninn.
Hann varð eins og spurningamerki í framan.
Það tók mig svolítið langan tíma að átta mig á því að hann fattaði auðvitað ekkert hvaða einstaklingur leyndist að baki dulnefninu Scanlon.
Það er svona þegar menn festast í karakterum sem þeir léku einhvern tíma miklu fyrr á öldinni. ;-)
Sigga Lára (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.