9.4.2008 | 10:33
Sirkus
Nei hættið nú alveg. Eitt er að mótmæla og standa á sínu en þetta eru nú bara orðin trúðslæti finnst mér. Að gera grín að störfum lögreglu kemur mótmælunum ekkert við. Mótmælin felast fyrst og fremst í því að láta vita af sér þ.e. vekja ráðamenn til umhugsunar. Ég held að það sé búið að fullreyna þá taktík sem þeir hafa notað hingað til og hefur hún reyndar vakið einhverja ráðamenn af værum svefni. Með því að halda sömu taktík úti áfram er ekki farsælt að mínu mati. Nú þarf að fara aðrar leiðir og kannski er sú leið að ná almenningi meira með sér í mótmælin. Ég er ekki að segja að almenningur hafi ekki verið hlynntur mótmælunum heldur að almenningur þarf að vera meiri þátttakendur í þeim...þá meina ég þátttakendur en ekki fórnarlömb.
Bílstjórar: Við höldum áfram" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.