25.4.2008 | 09:43
Sturla-ður
Ég var að horfa á fréttina af því í gær þegar maðurinn sló lögregluþjóninn. Þar er Sturla að fárast yfir því að farið hafi verið með lögreglumanninn í sjúkrabíl á sjúkrahús en ekki manninn sem hann þekkir ekki og er nýkominn úr hnéaðgerð. Ég verð nú að segja það að þessi maður bar það ekki með sér að vera nýkominn úr hnéaðgerð. Ég sá ekki betur en að hann hoppaði eins og bavíani upp um girðingar og ekki var hann að kveinka sér þar heldur skein Sturlu-n út úr augunum á honum. Það að Sturla afneiti manni sem hann er búinn að sturla er manninum og málstaðnum ekki til framdráttar.
Sleppt úr haldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til hamingju atvinnubílstjórar.
hljótið að vera stoltir af ykkar talsmanni eða kanski mönnum
Hannes Halldórsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 10:00
sturlun..haha.. þú ert fyndinn kæri sam-samfésari :)
Bergrún Íris Sævarsdóttir, 5.5.2008 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.