Rússland...here I come

Jæja þá er komið að enn einni utanlandsferðinni. Í fyrramálið fer ég sem sagt til Rússlands að skoða félagmiðstöðvar...nánar tiltekið til Sankti Pétursborgar. Ég er orðinn mjög spenntur enda ekki á hverjum degi sem manni býðst að fara í svona ferð. Við erum 3 að fara frá Íslandi en í Rússlandi hittum við fyrir Dani, Norðmenn, Svía og Finna. Þetta verður án vafa hin mesta skemmtun. Við komum síðan heim á sunnudaginn og rétt rúmri viku seinna fer ég til Antwerpen en þá er þessari útlandahrinu lokið. Þá hef ég ferðast til Englands, Írlands, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Rússlands, Danmerkur og Belgíu á aðeins 5-6 vikum....Það er ekki slæmt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu nokkuð lengur hvort þú ert að koma eða fara?;-)

EyglóD (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband