Kominn heim

Jæja...þá er maður kominn heim frá Rússlandi og ég verð að segja að þetta kom mér bara þægilega á óvart. Ég var reyndar í St Pétursborg sem er að mér skylst ein flottasta borg Rússlands. Byggingarnar þarna voru líka geggjaðar. Hér eru nokkrar myndir. Síðasta myndin er af 2 bílum sem ég varð ástfanginn afGrin

 

 af15052008077

15052008075

15052008073

15052008055

1505200807015052008068


Rússland...here I come

Jæja þá er komið að enn einni utanlandsferðinni. Í fyrramálið fer ég sem sagt til Rússlands að skoða félagmiðstöðvar...nánar tiltekið til Sankti Pétursborgar. Ég er orðinn mjög spenntur enda ekki á hverjum degi sem manni býðst að fara í svona ferð. Við erum 3 að fara frá Íslandi en í Rússlandi hittum við fyrir Dani, Norðmenn, Svía og Finna. Þetta verður án vafa hin mesta skemmtun. Við komum síðan heim á sunnudaginn og rétt rúmri viku seinna fer ég til Antwerpen en þá er þessari útlandahrinu lokið. Þá hef ég ferðast til Englands, Írlands, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Rússlands, Danmerkur og Belgíu á aðeins 5-6 vikum....Það er ekki slæmt.

Æ æ

Ég segi nú bara ekki annað. Ég er nú eiginlega bara orðinn mjög spenntur að sjá hvað borgarbúar ætla að kjósa í næstu borgarstjórnarkosningum. Ég veit að það er langt í það og gætu orðið fullt af meirihlutum þangað til...en ég er nú bara samt orðinn spennturGrin


mbl.is „Ráðning í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í fríi á Thailandi!!!

Þetta er líklegast það grimmilegasta sem ég hef heyrt. Að halda dóttir sinni í gíslingu, nauðga henni fyrir framan börnin sem hún ól honum og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er ógeðslegt....og það að sjá mynd af honum þar sem hann er sagður í fríi á Thailandi er vægast sagt óhugnanlegt...og maður spyr sig...hver sá um að fæða gíslana á meðan? Það er enginn vafi að þarna er á ferðinni einn versti maður mannkynssögunnar!!!
mbl.is Fritzl: „Vissi að þetta var rangt af mér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta grill sumarsins

Þá er fyrsta grilli sumarsins lokið. Grillað í sól og 18 stiga hita. Fórnarlambið var svín...þannig að við erum að tala um fórnarsvín líklegast. Grillaðar voru 3 kótelettur fyrir tvö átvögl (okkur feðga) og slatti af pínulitlum kartöflum ( sem ég grillaði í barbique legi). Með þessu snæddum við grænar baunir og rjómalagaða piparsósi að hætti hússins. Fórnarsvínið rann ljúflega ofaní okkur og er ég bara nokkuð ánægður með árangurinn.

 Það er nú kannski rétt að segja frá því að ég er ánægðastur með grillið sjálft. Um er að ræða gasgrill sem ég keypti árið 1999 og hefur það staðið úti síðan hvort sem það sé vetur eða sumar. Ég var líka verulega spenntur þegar ég skrúfaði frá gasinu (langaði til að öskra GAAAAS en í virðingarskyni við þær löggur sem búa við hliðina á mér gerði ég það ekki). Hægri takkinn stóð dáldið á sér en viti menn....það kom blossi í fyrstu tilraun og grillið grillaði sem aldrei fyrrWink

Jebb...sumarið er komið.


Leiklistarferð til Sverige

Jæja þá er maður kominn heim úr Svíþjóðar-reisunni. Ég var sem sagt með Hugleik á leiklistarhátíð í Vesterås. Þar sýndum við Útsýni við mikla hrifningu Svía...þó ég segi sjálfur frá. Þetta var mjög skemmtileg hátíð þó sýningarnar hafi verið misgóðar og sumar hreinlega vondar. En ég náði að sjá allar sýningarnar nema okkar af skiljanlegum ástæðum. Þrjár sýningar á dag frá þriðjudegi til laugardagskvelds. Svo var hörkupartý um kvöldið þar sem vel aldraðir þungarokkarar héldu uppi balli fram á nótt. Born to be wild maðurW00t  Já og svo lærði ég eitt orð á finnsku en það er orðið Hikihirvi sem þýðir Elgur sem svitnar mikiðGrin

Sturla-ður

Ég var að horfa á fréttina af því í gær þegar maðurinn sló lögregluþjóninn. Þar er Sturla að fárast yfir því að farið hafi verið með lögreglumanninn í sjúkrabíl á sjúkrahús en ekki manninn sem hann þekkir ekki og er nýkominn úr hnéaðgerð. Ég verð nú að segja það að þessi maður bar það ekki með sér að vera nýkominn úr hnéaðgerð. Ég sá ekki betur en að hann hoppaði eins og bavíani upp um girðingar og ekki var hann að kveinka sér þar heldur skein Sturlu-n út úr augunum á honum. Það að Sturla afneiti manni sem hann er búinn að sturla er manninum og málstaðnum ekki til framdráttar.


mbl.is Sleppt úr haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sirkus

 

457017A

 

Nei hættið nú alveg. Eitt er að mótmæla og standa á sínu en þetta eru nú bara orðin trúðslæti finnst mér. Að gera grín að störfum lögreglu kemur mótmælunum ekkert við. Mótmælin felast fyrst og fremst í því að láta vita af sér þ.e. vekja ráðamenn til umhugsunar. Ég held að það sé búið að fullreyna þá taktík sem þeir hafa notað hingað til og hefur hún reyndar vakið einhverja ráðamenn af værum svefni. Með því að halda sömu taktík úti áfram er ekki farsælt að mínu mati. Nú þarf að fara aðrar leiðir og kannski er sú leið að ná almenningi meira með sér í mótmælin. Ég er ekki að segja að almenningur hafi ekki verið hlynntur mótmælunum heldur að almenningur þarf að vera meiri þátttakendur í þeim...þá meina ég þátttakendur en ekki fórnarlömb.


mbl.is Bílstjórar: „Við höldum áfram"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pínlegt

provinces-tibet2

 

 

 

Þetta eru svo sannarlega kröftug mótmæli enda málstaður þeirra góður. Það styttist óðum í ólympíuleikana og ég sé ekki að þeir geti orðið ef ekki verður farið að kröfu Tíbetbúa. Það verða örugglega margir sem hlaupa inn á í maraþonhlaupinu eða reyna með öðrum ráðum að trufla leikana. Ég held að það ætti alvarlega að íhuga það að fresta leikunum og/eða færa þá eitthvert annað. Ef ekkert breytist verður þessara ólympíuleika ekki minnst vegna íþrótta heldur mannréttindabrota og mótmæla.


mbl.is Kína: Kyndilhlaup heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ríkisstjórnin handónýt

 39aRikisstjornGHHII

 

Þegar ég heyrði í Steingrími J Sigfússyni segja að ríkisstjórnin væri handónýt hló ég nú bara og hugsaði með mér að hann væri nú meiri bullustampurinn. En í dag hafa runnið á mig steingrímur og ég spyr...erum við virkilega með handónýta ríkisstjórn? Það er allt í bál og brand allstaðar!!!


mbl.is „Klárlega almannahætta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband