27.12.2007 | 14:16
Það snjóar og snjóar
Þetta eru bara búin að vera hin á ágætustu jól. Ég varð vitni að því á aðfangadagskvöld þegar um 70 pakkar voru opnaðir á hálftíma. Fín fitubrennsla eftir jólamatinn En annars er bara mjög jólalegt hérna núna. Snjóar og snjóar en það er verst að það er svell undir snjónum og er maður búinn að sjá nokkra fljúga á hausinn í morgun...það er bara hressandi. Svo styttist í áramótin en við feðgar vorum alvarlega að spá í að vera í borginni yfir áramótin. Erum reyndar komnir með bakþanka þar sem spáin þar er ekkert spennandi. Okkur fynnst lágmark að sjá flugeldana fara svona nokkurn veginn lóðrétt upp í loftið.
Athugasemdir
Allavega eru þeir tilkomumeiri þarna uppí loftinu heldur en inní stofu ef þeir villast af leið,- flugeldarnir meina ég...
Hulda Brynjólfsdóttir, 27.12.2007 kl. 18:47
Jámm. Ég man reyndar eftir áramótum hérna fyrir ca 3 árum. Þá var algert logn og reykurinn frá brennunni varð til þess að það sást ekkert í flugeldasýninguna...sem átti að vera sú tilkomumesta í langan tíma. Þetta var besta flugeldasýning sem ég hef heyrt
Þráinn Sigvaldason, 27.12.2007 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.