Stopp

Ég hef verið að velta fyrir mér ástandinu þarna í mið-austurlöndum. Í gær var framið hræðilegt morð í Pakistan. Maður skaut konu og sprengdi sig og aðra á eftir. Þetta var svo í öllum fréttatímum sjónvarps. En málið er að við erum að fá svona fréttir á hverjum degi og í raun finnst manni þetta ekkert fréttnæmt lengur. Þetta er vissulega hræðilegt en þetta kemur manni ekkert á óvart miðað við ástandið þarna.

Þennan hrylling kemst maður svo ekki hjá að sjá og mjög erfitt er að hlífa börnunum fyrir þessu því fréttirnar eru þéttpakkaðar af myndum frá sprengingum, skotum og öðru frá þessum þjóðum. Í hádegisfréttum á Stöð 2 og svo á sömu stöð klukkan hálf sjö. Svo á RUV klukkan sjö og tíu. Nánast í öllum þessum fréttatímum eru sýndar þessar hræðulegu myndir og sagt frá þeim hrylling sem þarna fer fram. En er það ekki einmitt það sem þessir hryðuverkamenn vilja? Erum við vesturlandaþjóðir ekki hreinlega að gera nákvæmlega það sem hryðjuverkamennirnir vilja?

Á tímabili var það tíska hjá fólki að hlaupa nakið inn á fótboltaleiki og þá yfirleitt með einhvern boðskap í huga. Með því komust þau með boðskapinn í sjónvarpið og fjöldi fólks sá hann. Eftir smá tíma brugðu sjónvarpsstöðvar á það ráð að beina ekki sjónvarpsvélunum að þessu fólki. Eftir það fór þessum fíflagangi að linna.

En er það ekki einmitt málið? Eigum við hinar vestrænu þjóðir ekki hreinlega bara að hætta að fylla fréttatíma okkar af þessari hryðjuverkastarfsemi? Hvað ætli myndi gerast í þessum heimshluta ef við myndum hreinlega hætta að horfa?
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Það er þessvegna sem ég er hætt að horfa á fréttir,- ég þoli þetta ekki og vil ekki að börnin sjái það. Ég fer frekar á netið þegar fréttatíminn er búinn og vel úr þær fréttir sem ég hef áhuga á að sjá,- miklu þægilegra - og tekur líka styttri tíma.

En ég er algjörlega sammála þér, það er einmitt þetta sem þessir gaurar eru að ætlast til með þessu- að komast í allar fréttir heimsins og á meðan það er sýnt þá heldur það áfram.

Hulda Brynjólfsdóttir, 28.12.2007 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband