Hvað er í gangi?

Hvað er að gerast með öll þessi vopnuðu rán undanfarið. Ef ég tel rétt þá er þetta sjötta vopnaða ránið síðan í nóvember!!! Og ef ég man rétt þá hafa allir ræningjarnir náðst!!! Það er nú ekki spennandi að vinna við svona aðstæður...það er hreinlega aldrei að vita hvar næsta rán verður en það eru verslanir, bensínstöðvar og bankar sem eru í mestri hættu. Ég held líka að það sé lukka að ekki hafi orðið meiri slys á fólki við þessi rán en það er örugglega bara tímaspurnsmál hvenær það gerist.


mbl.is Öxin fannst og þýfi endurheimt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Einn mannanna var handtekinn í maí á síðasta ári þegar hann rændi verslun í Kópavogi og ógnaði fólki þar með járnstöng. Hvað þarf hann að fremja vopnað rán oft til að vera tekinn úr umferð. Ekki var kerfið svona lengi að virka þegar útlendingarnir réðust á lögguna á Laugaveginum. Þeir voru komnir á bak við lás og slá eftir nokkra daga. Líklega af því að þeir voru líka sekir um að vera útlendingar.

corvus corax, 4.2.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Nákvæmlega...það er ekki sama hver árásin er!!!

Þráinn Sigvaldason, 4.2.2008 kl. 15:34

3 identicon

Æji, mér finnst þessir gæjar vera hálfvitlausir, samanber þessi sem var stoppaður með því að toga niður um hann buxurnar.  Íslendingar kunna bara ekki að ræna, mótmæla og gleyma öllu steini léttara eftir 5 mín - þessvegna geta þeir alltaf rænt aftur og aftur og aftur og aftur... og þessvegna tekst það aldrei og aldrei og aldrei og aldrei - þeir læra aldrei af reynslunni þessir sauðir.  Ég myndi bara skellihlæja ef ég lenti í svona gaur og labba í burtu - eða reka hann út... en ég er kannski bara svona mikill töffari... eða pirruð í kvöld...

Siggadís (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband