6.2.2008 | 13:37
Öskudagur
Það er líf og fjör í borginni og sjálfsagt víðar í dag. Krakkar í allskonar búningum að syngja og betla nammi. Skemmtilegur siður og gaman að sjá fjölbreytnina. Ég rölti aðeins út í hádeginu og sá margt skondið. Tildæmis var ein svona 10-11 ára stúlka klædd sem smokkur og stóð stórum stöfum aftan á henni " Munið að nota smokkinn"....það vantaði bara að skrifa.."annars eignist þið barn eins og mig"...hí hí hí. Svo var mjög súrt að sjá tvo litla Adolf Hitlera syngja óperu úr Brúðkaupi Fígarós með tilþrifum. Já ekki er öll vitleysan eins.
Athugasemdir
Hann var góður á Selfossi sem var með hnífasettið í bakinu
Friðbjörg (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 14:33
það hendir enginn í mann sælgæti þó maður syngi. skilettaekki.
Dandý (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.