19.2.2008 | 09:48
Ekki sveitarstjórnarmál
Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að skrifa ekki um sveitarstjórnarmál Ekki vil ég að Scanlon sprengi mig í tætlur...en talandi um Scanlon...Ég fór að sjá leikritið Gaukshreiðrið hjá Halaleikhópnum um daginn. Ætlaði mér að fara einn og rifja upp gamla tíma en við Scanlon lékum einmitt í þessu verki með Leikfélagi Fljótsdalshéraðs fyrir nokkrum árum. Þar lékum við geðsjúklingana Scanlon og Cheswick og ég held við séum ekki enn fullkomlega komnir úr karakter
En eins og ég sagði þá ætlaði ég mér að njóta sýningarinnar all by my self en viti menn...haldið að ég hafi ekki hitt mömmu og systir mína á sýningunni...þau voru sem sagt áhorfendur. Ekki stór þessi heimur. En sýningin var fín og maður fékk stöðugt flass bökk.
Svo getur verið að Listin að lifa lifni við aftur því við sóttum um að komast á leiklistarhátíð NEATA sem haldin verður í Riga í sumar. Ísland má senda eitt verk á hátíðina og eru þrjú að berjast um að komast þangað. Ég á reyndar nokkuð góða möguleika því ég er að leika í tveimur verkanna. Útsýni sótti nefnilega líka um. Mér skylst að úrslitin verði tilkynnt í næstu viku...krossleggja fingur.
Athugasemdir
Takk fyrir góð orð í okkar garð.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 20.2.2008 kl. 12:27
Óhhh... öfund! Það verður pottþétt ógó gaman hjá þér á h-tíðinni í sumar!
Siggadís (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.