22.2.2008 | 13:22
Lítill vafi!
Ég er búinn að lesa þessa frétt nokkrum sinnum og ég er eiginlega mjög hissa á tveimur atriðum. Í fyrsta lagi er þetta sett þannig upp að það sé einhver vafi á að svona hafi verið farið með þau börn sem þarna voru. Í öðru lagi er talað um vistmenn í staðinn fyrir að börnin hafi verið beitt andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi!!! Að mínu mati er þar stór munur á.
Urðu fyrir margskonar ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lítill vafi!!! Það getur ekki verið að allir þeir sem lýst hafa ofbeldinu, andlegu, líkamlegu þ.m.t. kynferðislegu, séu að ljúga upp á starfsfólkið og félaga sína. Það er því hrein ósvífni að láta að því liggja að það leiki einhver vafi á því að börnin sem vistuð voru í Breiðavík hafi verið beitt ofbeldi. Hverjum er verið að reyna að hlífa? Það á að aflétta fyrningarákvæðum vegna Breiðavíkurglæpanna með lögum og draga þá forstöðumenn, barnaverndarhyski og annað starfsfólk sem hlut á að máli til ábyrgðar með því að lögsækja það og dæma til refsingar eftir atvikum. Það er eins og það sé mikilvægast að vernda þetta glæpahyski með nafnleynd ofl. í stað þess að sækja að því að lögum. Og ég bendi sérstaklega á ábyrgð barnaverndarhyskisins sem tók börnin nauðug af foreldrum eða öðrum ástvinum til að láta níðast á þeim á fjarlægum stað. Ofurvald barnaverndaryfirvalda er stórhættulegt í höndunum á óhæfu og illa innrættu fólki eins og því miður virðist hafa verið og vera allt of algengt. Því miður grunar mig að þetta vald sé enn í höndum óvandaðs fólks í sumum tilfellum eins og nýlegar frásagnir af meðferðarheimilum sýna.
corvus corax, 22.2.2008 kl. 15:55
Ég er þér hjartanlega sammála!!!
Þráinn Sigvaldason, 22.2.2008 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.