Samfés hátíðin

Eins og sést hef ég ekki verið mjög duglegur að blogga og hef ég reyndar verið skammaður fyrir það. Það hefur allt verið á kafi í vinnunni við undirbúning Samféshátíðarinnar sem haldin var í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Hátíðin hófst á þrusu balli þar sem Ljótu hálfvitarnir, Sign, Á móti sól, Páll Óskar, Bubbi og 5 frábær unglingabönd trylltu lýðinn. Um 4.500 unglingar mættu á ballið með 320 starfsmönnum. Geggjað stuð og greinilegt að fólk mætti til að skemmta sér. Á laugardeginum var síðan Söngkeppni Samfés en þar voru flutt 30 atriði sem höfðu komist áfram úr landshlutakeppnunum. Um 3.500 manns mættu til að hlusta á vægast sagt frábæra keppni en hún var send beint á Rás 2. Kynnar voru þau Ragnhildur Steinunn og Freysi og fóru þau á kostum eins og við var búist.

Þessi hátíð sýnir vel það góða starf sem fram fer í félagsmiðstöðvunum. Það að 4.500 unglingar geti komið og skemmt sér saman án teljandi vandræða og án allra "aukaefna" sannar það að við erum að gera rétt. Það þýðir vissulega ekki að það megi slaka á en við erum á réttri leið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með það, virðist vera að vikra vel.

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband