Færsluflokkur: Bloggar

Frumsýningu lokið

Já Útsýni var frumsýnt á laugardaginn og tókst alveg frábærlega vel. Fullt hús af fólki og held ég að allir hafi farið ánægðir heim. Hitti mikið af skemmtilegu og áhugaverðu fólki eftir sýningunaSmile Svo var náttúrulega frumsýningarpartý og það var alveg þrælskemmtilegt. Leikstjórarnir byrjuðu á því að gefa okkur staup í gjöf og handritshöfundurinn gat þá ekki verið minni manneskja og gaf okkur líka staup í gjöf...ég veit ekki alveg hvað þau eru að reyna að segjaFootinMouth 

Svo var farið eitthvað út á lífið og ég kom ekki heim fyrr en löngu eftir að útivistartíminn var liðinn þannig að ég setti mig í útgöngubann fram eftir degi. En svo er sýning á laugardag og ég hvet alla til að fara inn á www.hugleikur.is og panta sér miða.


Það styttist og styttist í FRUMSÝNINGU

Jahérna...hvað tíminn flýgur. Örfáir dagar í frumsýningu. Var á æfingu í gærkveldi þar sem við tókum fyrst tæknirennsli og svo venjulegt rennsli. Það gekk bara ágætlega. Það er frí í kvöld...þannig að maður hvílir sig yfir leiknum. Ætla svo að elda mér hrossakjöt og kartöflumús í kvöld og ímynda mér að ég sé einsetubóndi í Loðmundafirði...eða eitthvað.

En allavegna það er kominn spenningur í mann. Generalprufa á morgun og svo aðaldagurinn á laugardaginn. Veit af fullt af góðu og skemmtilegu fólki sem ætlar að koma á frumsýningu. Það er bara geggjað. Endilega pantið miða á www.hugleikur.is

 

uts5


63 stk - kyn óþekkt

Já...læknavísindin eru greinilega ekki komin eins langt á veg eins og maður hefði haldið. í 63 tilfellum af 1863 var kyn smitaðra óþekkt. Það þýðir að í um 3.5 % tilfella hafi ekki verið hægt að sjá hvort um hafi verið að ræða kall eða konu. Ég held...tjah...eða vona að ég sjái það alla vegna í 99,9% tilfella hvort viðkomandi sé kall eða kona...og þá í 100% tilfella þegar á hólminn er komiðLoL

Tjah...nema þá að það sé verið að tala um að kynið hafi ekki verið þægt...heldur óþekkt....nei...maður veit ekki.


mbl.is 1863 greindust með klamydíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útsýni

Þá er búið að opna fyrir miðapantanir á leikritinu Útsýni eftir Júlíu Hannam. Hægt er að panta miða með því að fara á www.hugleikur.is og smella á Útsýni. Þar eru líka myndir frá æfingum.

Annars ganga æfingar þokkalega. Var reyndar smá hlátur og grín á æfingu í gær en þá er það alla vegna búið...vona égGrin Ég hvet svo alla sem vettlingi geta valdið...já og líka þá sem ekki geta valdið vettlingum...sko...ég hvet sem sagt bara alla til að koma að sjá þessa skemmtilegu sýningu:)

 

uts4uts2


Ja hérna

Það er ótrúlegt að sitja hérna í miðbæ Reykjavíkur og horfa út um gluggan á þetta fína veður og heyra á sama tíma í fréttunum að það séu 500 börn sem ekki komast í Grindarvíkuskóla vegna veðurs. Ég veit líka um fullt af fólki sem býr á Reykjanesi en vinnur í Reykjavík sem hefur ekki komist í vinnu. Og ég hélt að Reykjavík væri veðravíti!!!
mbl.is 500 börn heima vegna veðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Higg

Það er eitthvað bogið við þetta! Menn sem eru lokaðir inni virðast hafa fullan aðgang að dópi og brennsa! Ég myndi halda að einmitt á svona lokuðum stöðum ætti að vera auðveldast að útrýma svona "innflutningi". Eins og þessi frétt lítur út þá eru fangar yfirleitt fullir og dópaðir og það ætti ekki að fara framhjá neinum fangaverði ef svo er. Það er morgunljóst að það þarf að herða leit á þeim sem eru að heimsækja fangana...þetta má ekki vera svona...og þetta á ekki að vera svona.
mbl.is Erfitt að vera edrú á Hrauninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær springur íslenska þjóðin?

Ég hef svona verið að spá dáldið í hversu há þolmörk okkar Íslendinga sé í raun og veru. Ég held að það sé samdóma álit manna að þolmörk okkar séu mun hærri en hjá öðrum þjóðum. Þegar ég er að tala um þolmörk þá er ég að tala um hversu mikið við þolum sem neytendur. Við höfum nú þolað ýmislegt undanfarin ár og er þá helst að nefna samráð olíufélagana, virðisaukaskattslækkunarsvindlið og verðsvindl verslunarkeðjana svo örfá dæmi séu nefnd. Ekkert af þessu virðist breyta neytendavenjum okkar. Og á meðan á þessu gengur breikkar launabil ríkra og fátækra svo um munar. Stjórnmálamenn fá hverja launahækkunina af fætur annarri á meðan það er hent einni og einni krónu í almúgann. Bankarnir mala gull og á meðan þeir mala setja þeir ofurvexti og allskonar gjöld til þess að ná þessum örfáu krónum af almúganum. En hvenær segir þjóðin nei?

Hversu hátt er þolmark okkart gagnvart hækkunum og spillingu? Kemur ekki að því að við springum? Og ef það gerist eru þá ekki likur til að það verði allir í einu sem springa? Hvernig springum við?


Styttist í frumsýningu

Jæja þá styttist óðum í frumsýningu hjá manni en fyrir þá sem ekki vita er ég að fara að leika í leikriti sem heitir Útsýni og er eftir Júlíu Hannam. Við erum bara 4 leikarar í þessu leikriti og verð ég að segja að þetta er bara alveg þrælskemmtilegt. Frumsýningin verður laugardaginn 19. janúar en við munum sína í Möguleikhúsinu. Nú eru bara þrotlausar æfingar fram að frumsýningu en ég ætla þó að gefa mér tíma til að fara í vinnu- og skemmtiferð með Samfés á fimmtudag og föstudag. Við ætlum að skella okkur á Hótel Rangá og vinna þar baki brotnu ásamt því að gera okkur smá glatt kveldSmile  

Loksins

Ég er einn af þeim sem hef mjög gaman af flugeldum. Ég hef ávallt verið duglegur að kaupa og sprengja og einnig haft gaman af að "bara horfa". En ég hef líka komist að því að það er hægt að fá nóg. Síðan að ég kom suður aftur 2. janúar hafa verið stanslausar sprengingar í kringum mann. Það hefur varla verið hægt að horfa á sjónvarpið. Meira að segja á tímabili heyrði ég ekki hvað ég var að hugsaLoL  Mér finnst að það ætti bara að skjóta upp á gamlárskvöld og svo á þrettándanum. Ég hefði tildæmis alveg viljað að allir þeir flugeldar sem skotið var upp á milli gamlársdags og þrettándans hefði verið skotið upp á þrettándanum. Það hefði verið tilkomumikil sjón. En núna er þessu sem sagt lokið og er  ég eiginlega bara dáldið feginnSmile

Barnavernd

Ég horfði á Breiðavíkurmyndina á Nýársdag og verð að segja að hún snerti mig verulega. Ég átti ekki von á svona svakalegum viðtölum og upplýsingum. Maður hreinlega sat með kökkinn í hálsinum á meðan hvert "fórnarlambið" af öðru sagði sögu sína. Það er með ólíkindum hvað mannvonskan getur verið mikil og eins hvað hún er nærri manni. Þarna var markvist eyðilagt líf fjölda drengja með barsmíðum og nauðgunum. Það sem síðan stakk mann í lokin var smáa letrið...1/4 þeirra drengja sem vistaðir voru í Breiðavík á þessum árum er látinn!!!! Þetta eru svakalegar tölur!!!

Á meðan maður horfði á þáttinn hugsaði maður að sem betur fer væri þetta eitthvað sem ekki þekktist í nútíma okkar Íslendinga...en viti menn...svo horfði ég á Kastljós í gær og komst að allt annarri niðurstöðu. Þar var ung kona að segja frá raunum sínum þegar hún var tekin af heimili sínu vegna gruns um misnotkun og var henni, þá 12 ára, komið fyrir á vistheimili í Einholti. Sögurnar sem hún sagði voru hræðilegar og undirstinga það sem ég sagði áðan að mannvonskan er nær en maður gerir sér grein fyrir. Hvað fær tildæmis manneskju til að réttlæta það að teypa barn niður í stól og láta það dúsa þannig í fleiri fleiri klukkutíma?

Það er augljóst að þarna var gróflega brotið á rétti hennar en það er líka augljóst að hún er ekki sún eina sem brotið var á þarna. Maður spyr sig því í dag...eru stjórnvöld og opinberir aðilar enn þann dag í dag að brjóta á börnum og unglingum með þessum hætti?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband