26.3.2008 | 10:12
Sveitasæla
Já nú er ég búinn að vera heima hjá mér í sveitasælunni í viku og þetta er yndislegt. Að sofa í rúminu sínu, sitja í húsbóndastólnum, drekka vatn með klaka úr ísskápnum, UPPÞVOTTAVÉLIN, gaseldavélin, kyrrðin....ahhhh.
Og svo fyrir utan allt þetta þá er þjónustan hérna engu lík. Ég fór t.d. með bílinn minn í morgun á verksstæði í 37.500 km skoðun. Ég var ekki búinn að panta tíma en þurfti svo að koma honum í dag þar sem ég er að fara í langferð á morgun. Ég var alveg tilbúinn því að fá neitun en viti menn...þeir tóku hann bara inn strax og kláruðu málið á innan við klukkutíma!!! Og reikningurinn hljóðaði ekki upp á fleiri tugi þúsunda eins og það hefði gert í borginni! Já það er gott að búa í sveitinni
Í fyrramálið keyri ég svo á Sauðárkrók á fund og svo á föstudag og laugardag er ég á fundi á Selfoss. Svo kem ég austur aftur og verð hér til svona 10. apríl en þá er ég að fara á fund í Dublin. Viku seinna er síðan Aðalfundur Samfés á Akureyri og rúmri viku þar á eftir flýg ég til Svíþjóðar þar sem ég er að leika á einhverri leiklistarhátíð í Vesterås. Í lok maí fer ég svo á fund í Antwerpen en eftir það fer að róast...vonandi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.