Færsluflokkur: Bloggar
26.3.2008 | 10:12
Sveitasæla
Já nú er ég búinn að vera heima hjá mér í sveitasælunni í viku og þetta er yndislegt. Að sofa í rúminu sínu, sitja í húsbóndastólnum, drekka vatn með klaka úr ísskápnum, UPPÞVOTTAVÉLIN, gaseldavélin, kyrrðin....ahhhh.
Og svo fyrir utan allt þetta þá er þjónustan hérna engu lík. Ég fór t.d. með bílinn minn í morgun á verksstæði í 37.500 km skoðun. Ég var ekki búinn að panta tíma en þurfti svo að koma honum í dag þar sem ég er að fara í langferð á morgun. Ég var alveg tilbúinn því að fá neitun en viti menn...þeir tóku hann bara inn strax og kláruðu málið á innan við klukkutíma!!! Og reikningurinn hljóðaði ekki upp á fleiri tugi þúsunda eins og það hefði gert í borginni! Já það er gott að búa í sveitinni
Í fyrramálið keyri ég svo á Sauðárkrók á fund og svo á föstudag og laugardag er ég á fundi á Selfoss. Svo kem ég austur aftur og verð hér til svona 10. apríl en þá er ég að fara á fund í Dublin. Viku seinna er síðan Aðalfundur Samfés á Akureyri og rúmri viku þar á eftir flýg ég til Svíþjóðar þar sem ég er að leika á einhverri leiklistarhátíð í Vesterås. Í lok maí fer ég svo á fund í Antwerpen en eftir það fer að róast...vonandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2008 | 09:50
Snjótyppi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2008 | 17:23
Vopnuð rán
Þrír yfirheyrðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2008 | 17:23
Hólý mólý
Evran er bara að vera komin í 120 kallinn!!! Hefði maður keypt 100.000 evrur fyrir ári síðan hefði það kostað 9 kúlur...þær væru orðnar að tæpum 12 kúlum í dag. Það er um 3 kúlur í gróða á einu ári eða 250.000 spírur á mánuði!!!
Krónan lækkaði um 6,97% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.3.2008 | 11:17
Frægur
Þetta er frægasti bófinn á Íslandi í dag það er enginn vafi á því....hí hí hí
Annþór sendur í afplánun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.3.2008 | 10:56
Samfés hátíðin
Eins og sést hef ég ekki verið mjög duglegur að blogga og hef ég reyndar verið skammaður fyrir það. Það hefur allt verið á kafi í vinnunni við undirbúning Samféshátíðarinnar sem haldin var í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Hátíðin hófst á þrusu balli þar sem Ljótu hálfvitarnir, Sign, Á móti sól, Páll Óskar, Bubbi og 5 frábær unglingabönd trylltu lýðinn. Um 4.500 unglingar mættu á ballið með 320 starfsmönnum. Geggjað stuð og greinilegt að fólk mætti til að skemmta sér. Á laugardeginum var síðan Söngkeppni Samfés en þar voru flutt 30 atriði sem höfðu komist áfram úr landshlutakeppnunum. Um 3.500 manns mættu til að hlusta á vægast sagt frábæra keppni en hún var send beint á Rás 2. Kynnar voru þau Ragnhildur Steinunn og Freysi og fóru þau á kostum eins og við var búist.
Þessi hátíð sýnir vel það góða starf sem fram fer í félagsmiðstöðvunum. Það að 4.500 unglingar geti komið og skemmt sér saman án teljandi vandræða og án allra "aukaefna" sannar það að við erum að gera rétt. Það þýðir vissulega ekki að það megi slaka á en við erum á réttri leið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2008 | 09:31
Hvar endar þetta
Sótt að gríslingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.2.2008 | 14:08
Better safe than sorry
Töldu gufuna úr baðinu vera reyk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2008 | 13:22
Lítill vafi!
Urðu fyrir margskonar ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2008 | 09:48
Ekki sveitarstjórnarmál
Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að skrifa ekki um sveitarstjórnarmál Ekki vil ég að Scanlon sprengi mig í tætlur...en talandi um Scanlon...Ég fór að sjá leikritið Gaukshreiðrið hjá Halaleikhópnum um daginn. Ætlaði mér að fara einn og rifja upp gamla tíma en við Scanlon lékum einmitt í þessu verki með Leikfélagi Fljótsdalshéraðs fyrir nokkrum árum. Þar lékum við geðsjúklingana Scanlon og Cheswick og ég held við séum ekki enn fullkomlega komnir úr karakter
En eins og ég sagði þá ætlaði ég mér að njóta sýningarinnar all by my self en viti menn...haldið að ég hafi ekki hitt mömmu og systir mína á sýningunni...þau voru sem sagt áhorfendur. Ekki stór þessi heimur. En sýningin var fín og maður fékk stöðugt flass bökk.
Svo getur verið að Listin að lifa lifni við aftur því við sóttum um að komast á leiklistarhátíð NEATA sem haldin verður í Riga í sumar. Ísland má senda eitt verk á hátíðina og eru þrjú að berjast um að komast þangað. Ég á reyndar nokkuð góða möguleika því ég er að leika í tveimur verkanna. Útsýni sótti nefnilega líka um. Mér skylst að úrslitin verði tilkynnt í næstu viku...krossleggja fingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)